Golf og sigling

Vera Expeditions býður upp á áhugaverða nýjung og einstakt tækifæri til að leika golf á 6 golfvöllum víðsvegar um landið og njóta þess að ferðast á milli í þægindum með glæsilegri velútbúinni snekkju.

Snekkjan VERA er 21 metra langt seglskip. Skipið er byggt fyrir úthafssiglingar og skráð til farþegaflutninga.  Boðið er upp á fjóra tveggja manna klefa, með uppábúnum rúmum, sér salerni og sturtu fyrir hvern klefa auk góðs sameiginlegs rýmis. 3 manna áhöfn með frábærum kokki, sem töfrar fram hverja dýrindis máltíðina á fætur annarri.

Siglt er á milli 6 frábærra golfvalla

Boðið er upp á 6 áhugaverða golfvelli, sem allir eru sérstakir, hver á sinn hátt:  Húsavík, Siglufjörður, Skagaströnd, Ísafjörður, Bíldudalur og Stykkishólmur. Farnar verða tvær ferðir og hefst sú fyrri á Akureyri og endar í Stykkishólmi, en sú seinni frá Stykkishólmi til Akureyrar. Akstur á hópunum milli Reykjavíkur og Stykkishólms er innifalinn.  Hægt er að leika 9 eða 18 holur að vali hvers og eins. 

Innifalið er: Sigling, akstur milli Stykkishólms og Reykjavíkur, flutningur á golfsetti og kerru, flutningur milli skips og golfvalla, teiggjöld, morgunverður, kvöldverður og hádegisnesti.

Gestir þurfa að hafa með sér sína persónulegu hluti og fatnað. Nauðsynlegt er að farangur verði í mjúkum samanbrjótanlegum töskum, þar sem ekki bjóðast möguleikar fyrir harðar töskur. 

Nægur fjöldi af rafmagnstenglum er í skipinu fyrir t.d. hleðslu á golfkerrum, símum og tölvum. Ennfremur er þvottavél og þurrkari um borð, til afnota, ef þörf krefur.

Verð kr.   350.000    á mann

Pantanir óskast sendar í tölvupósti og tekið fram í hvora ferðina er bókað.

Tölvupóstur:  info@veraexpeditions.is