Sumartilboð 2020

SIGLINGAR UM SCORESBYSUND OG ÆVINTÝRASIGLINGAR OG MIÐNÆTURSÓL VIÐ NORÐURLAND Á 50% AFSLÆTTI

The Yacht at Scoresbysund Greenland
Scoresbysund

Vegna ferðatakmarkana um allan heim hafa erlendir gestir okkar þurft að afpanta allar ferðir í sumar. Þess vegna höfum við ákveðið að bjóða þeim sem búa á Íslandi í sérstakar ferðir við Ísland og Grænland í sumar.

Íslandssiglingarnar eru við Tröllaskagann og til Grímseyjar, tveggja til fjögurra nátta ferðir þar sem allt er innifalið, fullt fæði og frábær aðbúnaður í uppbúnum rúmum í tveggja manna klefum. Við höfum fjóra tveggja manna gestaklefa um borð og allir klefar með sér snyrtingu (klósett og sturtu).

Grænlandsferðirnar eru við Scoresbysund, gestirnir fljúga til og frá Constable Point og flug er innifalið í verðinu. Við bjóðum bæði veiðiferðir og skoðunarferðir um Scorebysund.

Allar ferðir okkar í sumar eru með verulegum afslætti, að lágmarki 50%. Nánari upplýsingar um allar ferðirnar má finna á þessari síðu og undirsíðum.

Ferðirnar eru allar með fyrirvara um þróun Covid19 og ferðatakmarkanir þeim tengdum. Vinsamlega hafið samband ef nánari upplýsinga er óskað.

Siglufjörður - Ferðalög án norðurlandi

SIGLUFJÖRÐUR, FJÖRÐUR, GRÍMSEY OG SIGLUFJÖRÐUR

3 dagar – 2 nætur
Lundar í Grímsey

AKUREYRI, HRÍSEY, GRÍMSEY OG SIGLUFJÖRÐUR

4 dagar – 3 nætur
Skagafjörður - Ferðalög á norðurlandi

AKUREYRI, HRÍSEY, GRÍMSEY, SIGLUFJÖRÐUR, SKAGAFJÖRÐUR-DRANGEY

5 dagar – 4 nætur
Á fleygiferð í hjallahjólaferð á Tröllaskaga

ÆvintýraSIGLING OG FJALLAHJÓL Á NORÐURLANDI

4 dagar – 3 nætur
Sjóbleikja og fluguveiði við Scoresbysund á Grænlandi

BLEIKJUVEIÐI VIÐ SCORESBYSUND GRÆNLANDI

8 dagar – 7 nætur
Ísbjörn við Scoresbysund á Grænlandi

ÆVINTÝRASIGLINGAR Á SCORESBYSUNDI GRÆNLANDI

8 dagar – 7 nætur