Ævintýrasigling á norðurlandi – 4 dagar

AKUREYRI, HRÍSEY, GRÍMSEY OG SIGLUFJÖRÐUR.

Lagt úr höfn á Akureyri um hádegisbil og komið til Hríseyjar um þremur tímum síðar. Gönguferð um Hrísey og kvöldverður um borð. Ef gestir óska eftir verður farið í Bjórböðin hjá Kalda á Árskógsandi (aðgangur ekki innfalinn).

Að morgni næsta dags verður farið til Grímseyjar sem er 4-5 tíma  á siglingu. Farið í land í Grímsey og skoðunarferð um eyjuna með staðkunnugum leiðsögumanni, farið yfir heimskautsbauginn. Á þessum tíma árs sest sólin tæplega, hún rétt dýfir sér á sjóndeildarhringinn og rís strax aftur. Þetta er mögnuð upplifun sem hægt er að njóta ef skýjafar leyfir.

Morguninn eftir er siglt til Siglufjarðar og Siglunes skoðað með heimamanni. Ferðinni lýkur á Siglufirði upp úr hádegi og gestum er ekið til Akureyrar.

Ferðin 18. júní hefst á Siglufirði, farið til Grímseyjar og þaðan í Hrísey og ferðinni lýkur á Akureyri. Í þessari ferð eru sumarsólstöður og mikil hátíðahöld í Grímsey. Við vonumst til að sjá hvali á Eyjafirði í þessum ferðum. 

Um borð í skútunni eru fjórir tveggja manna gestaklefar og allir klefar með sér snyrtingu (klósett og sturtu).

Athugið: Fullt fæði er innifalið í verði

Tilboðsverð 2020 | kr. 145.000 per gest. 3 nætur 4 dagar