Ævintýrasigling á norðurlandi – 5 dagar

AKUREYRI, HRÍSEY, GRÍMSEY, SIGLUFJÖRÐUR, SKAGAFJÖRÐUR / DRANGEY.

Lagt úr höfn á Akureyri um hádegisbil og komið til Hríseyjar um þremur tímum síðar. Gönguferð um Hrísey og kvöldverður um borð. Ef gestir óska eftir verður farið í Bjórböðin hjá Kalda á Árskógssandi (aðgangur ekki innfalinn).

Að morgni næsta dags verður farið til Grímseyjar, 4-5 tíma sigling. Farið í land í Grímsey og skoðunarferð um eyjuna með heimamanni. Farið yfir heimskautsbauginn. Á þessum tíma árs sest sólin tæplega, hún rétt dýfir sér á sjóndeildarhringinn og rís strax aftur. Þetta er mögnuð upplifun sem hægt er að njóta ef skýjafar leyfir. 

Morguninn eftir er siglt til Siglufjarðar, Siglunes skoðað með heimamanni. 

Að morgni síðasta dags er siglt til Skagafjarðar. Drangey heimsótt með leiðsögumanni, þeir sem það vilja fara uppá eyjuna, virða fyrir sér þennan magnaða stað og heyra sögu eyjunnar og Grettis sterka. Ferðinni lýkur á Hofsósi seinnipart dags, gestum ekið til Akureyrar. 

Um borð í skútunni eru fjórir tveggja manna gestaklefar og allir klefar með sér snyrtingu (klósett og sturtu).

Athugið: Fullt fæði er innifalið í verði

Tilboðsverð 2020 | kr. 195.000 per gest. 4 nætur 5 dagar

3. – 7. júlí 2020