Sigling og Fjallahjól á norðurlandi – 4 dagar

Skútusigling og Fjallahjól á Tröllaskaga

Á Tröllaskaga eru margar spennandi fjallahjólaleiðir; Siglufjarðarskarð, Lágheiði, Fljótin, Siglunes, Skeggjabrekkudalur, Böggvisstaðadalur, Fjörður og Þorgeirsfjörður svo eitthvað sé nefnt. Við Akureyri er svo hin magnaða hjólabraut frá Hlíðarfjalli í Kjarnaskóg.

Við höfum hjólað fjölda leiða á þessu svæði og þarna er að finna frábærar hjólaleiðir við allra hæfi. Nokkrar þessara leiða eru aðeins aðgengilegar frá sjó.

Við byrjum og endum á Akureyri, veljum hjólaleiðir eftir veðri og getu hópsins hverju sinni, förum til Grímseyjar ef veður leyfir, og hjólum þar norður fyrir Heimskautsbaug.

Aðbúnaðurinn um borð í veru er mjög góður, tveggja manna káetur með sér snyrtingu og þægilegu samverurými.

Athugið: Fullt fæði og leiðsögn er innifalið í verði.

Tilboðsverð 2020 | kr. 190.000 per gest. 3 nætur 4 dagar

15. – 18. september 2020   –   8 pláss laus

20. – 23. september 2020 – 8 pláss laus