Sigling og Fjallahjól á norðurlandi – 4 dagar

Farið frá Siglufirði um hádegisbil, Sigluness skoðað, síðan siglt til Héðinsfjarðar og legið við akkeri yfir nótt.

Morguninn eftir er siglt til Ólafsfjarðar og hjólin gerð klár, þá eru gestir keyrðir í botn Ólafsfjarðar þar sem lagt er á Böggvistaðafjall. Gengið upp fjallið og hjólað til Dalvíkur þar sem Vera mun taka á móti gestunum. Farið í bjórböð Kalda á Árskógsandi um kvöldið ef hjólreiðamenn óska eftir (aðgangur ekki innifalinn).

Morguninn eftir er siglt yfir Eyjafjörðinn, farið í land við Látra og gengið inn Fossdal í gegnum Uxaskarð. Þá er hjólað niður Keflavíkurdal og komið í Þorgeirsfjörð þar sem Vera mun taka á móti hjólreiðafólki. Þá er siglt til Grímseyjar, hjólað um eyjuna og yfir heimskautsbauginn.

Morguninn eftir er siglt til Siglufjarðar þar sem ferðin endar.

Um borð í skútunni eru fjórir tveggja manna gestaklefar og allir klefar með sér snyrtingu (klósett og sturtu).

Athugið: Fullt fæði og leiðsögn er innifalið í verði.