8 DAGA VEIÐIFERÐ Í SJÓBLEIKJU
Seinnipart júlí gengur grænlenska sjóbleikjan (Arctic Char) í árnar á austur Grænlandi. Í fyrstu ferð siglum við frá Akureyri í norður í átt að Scoresbysundi. Sunnan og norðan við sundið eru margir firðir þar sem ár renna til sjávar, í þessar gengur að jafnaði mikið af sjóbleikju frá miðjum júlí til loka ágúst. Þetta er mjög öflugur fiskur sem skemmtilegt er að veiða.
Í ferð nr. 2 fljúga veiðimennirnir til Constable point þar sem Vera bíður þeirra, þá verður veitt í ám í fjörðunum norðan Scoresbysunds.
Veiðimenn koma með sinn eigin veiðibúnað.
Um borð í skútunni eru fjórir tveggja manna gestaklefar og allir klefar með sér snyrtingu (klósett og sturtu).
Athugið: Flug, veiðileyfi og fullt fæði er innifalið í verði
Tilboðsverð 2020 | Kr. 550.000 per gest. 7 nætur 8 dagar
30. júlí – 6. ágúst 2020 | Siglt frá Akureyri flogið frá Constable Point til Akureyrar – 4 pláss laus