VERA EXPEDITIONS

Sailing Adventures in the Arctic

Viskísiglingar um Suðureyjar Skotlands

Við bjóðum 4-7 daga viskíferðir um hinar sögufrægu Suðureyjar (Inner Hebrides), sem eru úti fyrir vesturströnd Skotlands. Þarna eru uppeldisstöðvar Auðar djúpúðgu og fleiri landnema.

Á eyjunum eru framleidd þekkt viskí (single malt).

Við bjóðum fjögurra og sex daga ferð til Jura og Isley, fimm daga ferð til eyjunnar Arran og bæjarins Campbeltown á Kintyre-skaganum.

Einnig fimm daga ferð til eyjarinnar Mull og til Drimnin og Glenbeg. Í öllum ferðum eru heimsótt eimingarhús og skoðun á eimingarferlinu eða „Whisky Tasting“ nú eða bara úrvalið í „Visitor Centre-búðinni“ skoðað.

Náttúrufegurðin spilar líka stóra rullu í ferðunum.

Við tökum á móti gestum okkar á flugvellinum í Glasgow og skilum þeim þangað aftur að ferð lokinni. Fullt fæði er innifalið ásamt skoðunarferðum í eimingarhúsin.

Lágmarksfjöldi gesta er 8 í hverri ferð.

Viský Vera 1 2023 | 4 dagar 3 nætur

Ardfern, Craighouse, Port Ellen, Ardfern.
Ardfern, Craighouse, Port Ellen, Ardfern.

Ardfern, Craighouse, Port Ellen, Ardfern.

Viský Vera 2 2023 | 6 dagar 5 nætur

Ardfern, Craighouse,  P.Charlotte, P.Ellen, Ardfern.

Viský Vera 3 2023 | 5 dagar 4 nætur

Troon, Lochranza, Campbeltown, Kilmory, Troon.

Troon, Lochranza, Campbeltown, Kilmory, Troon.

Viský Vera 4 2023 | 5 dagar 4 nætur

Oban, Tobermory, Drimnin, Glenbeg, Oban
Oban, Tobermory, Drimnin, Glenbeg, Oban

VISKÍ-VERA – 1 4ra daga ferð – 3 nætur.

Siglt til eyjanna Jura og Islay.

Tekið á móti gestum á flugvellinum í Glasgow á hádegi fyrsta dags og síðan keyrt til siglingabæjarins Ardfern, sem tekur uþb. 2,5 tíma. Áætluð koma til Ardfern er kl 15:00, og strax siglt áleiðis til Craighouse á Jura. Komið þangað að kveldi og lagst við akkeri.

Að morgni dags 2 verður Jura eimingarhúsið skoðað (skoðunarferð), en seinnipart dagsins siglt til Port Ellen á Islay. Þar rétt hjá eru þrjú eimingarhús; Laphroaig, Lagavulin og Ardbeg. Að morgni dags 3 verða  eimingarhúsin heimsótt. Að því loknu verður siglt aftur til Ardfern og tekur siglingin ca. 8 tíma. Komið þangað að kvöldi þriðja dags. Að morgni dags 4 verður síðan ekið aftur til Glasgow. Ca. 2.5 tímar.

Dagur 1 Glasgow Airport – Ardfern (mainland) – Craighouse (Jura)

Dagur 2 Jura – Port Ellen (Islay)

Dagur 3 Laphroaig – Lagavulin – Ardbeg, siglt til Ardfern

Dagur 4 Ardfern (mainland) – Glasgow Airport

Ein skoðunarferð í eimingarhús og 3 heimsóknir

 

VISKÍ-VERA – 2 6 daga ferð – 5 nætur.

Siglt til eyjanna Jura og Islay.

Í þessari 6 daga ferð verða skoðuð eimingarhúsin Jura á eynni Jura, og svo öll 9 eimingarhúsin, sem eru á Islay, Laphroaig, Lagavulin og Ardbeg, Bruichladdich, Kilchoman og Bowmore, Bunnahabhain, Ardnahoe og Caol Ila. Á Islay var öldum saman aðsetur konunga Suðureyja, úti í hólma á vatninu Finlaggan. Þar sátu t.d. Ketill Flatnefur um miðja 9. öld og Magnús Berfættur kringum 1100. Mikil upplifun að ganga út einstigið í hólmann og skoða rústirnar þar. The Oa er líka flottur staður með minnismerki.

Tekið á móti gestum á flugvellinum í Glasgow á hádegi fyrsta dags, þá keyrt til bæjarins Ardfern og tekur það u.þ.b. 2,5 tíma. Áætluð koma til Ardfern er kl 15:00, og strax siglt með Veru áleiðis til bæjarins Craighouse á Jura. Komið þangað að kveldi og lagst við akkeri.  Að morgni dags 2 verður Jura eimingarhúsið skoðað, og síðan eftir hádegið siglt yfir til Port Charlotte á Islay, eimingarhúsin Bowmore, Kilchoman og Bruichladdich heimsótt, einnig verða þrjú eimingarhús á austurströnd Islay heimsótt; Bunnhabhain, Ardnahoe og Caol Ila.  Þaá verður farið til Port Ellen og þrjú eimingarhús heimsótt; Laphroaig, Lagavulin og Ardbeg. Að því loknu er farið um borð í Veru sem þá verður komin til Port Ellen. Á fimmta degi verður svo siglt til Ardfern, sem tekur ca. 7 tíma, komið verður á áfangastað að kveldi. Að morgni 6. dags er ekið aftur til Glasgow.

Dagur 1 Glasgow Airport – Ardfern (mainland) – Craighouse (Jura)

Dagur 2 Jura – Port Charlotte (Islay)

Dagur 3 Bowmore – Kilchoman – Bruichladdich

Dagur 4 Bunnahabhain – Ardnahoe – Caol Ila, Laphroaig, Lagavulin, Ardbeg

Dagur 5 Port Ellen (Islay) – Ardfern (Mainland)

Dagur 6 Ardfern (Mainland) – Glasgow Airport

Þrjár skoðunarferðir í eimingarhús og 8 heimsóknir

 

VISKÍ-VERA – 3  5 daga ferð – 4 nætur.

Siglt til eyjarinnar Arran og bæjarins Campbeltown á Kintyre-skaganum.

Í þessari ferð skoðum við Arran og Lagg á Arran-eyju, (fræðingarnir segja, að maður sjái smá part af öllu sem Skotland hefur upp á að bjóða þar) og heimsækjum þrjú í Campeltown: Springbank, Glen Scotia og Glengyle. Hægt er að fara í skoðunarferð um bæinn og skoða öll gömlu, aflögðu eimingarhúsin, sem einu sinni voru. Kinyre-skaginn, var kallaður höfuðborg viskísins snemma á 19. Öldinni, þar voru um 30 eimingarhús  þegar best lét í kringum 1830, en hundrað árum síðar voru þau orðin aðeins þrjú.  Nokkra kílómetra frá Campbeltown á Paul McCartney bústað (High Park Farm). Lögin „Mull of Kintyre“ og „The Long And Winding Road“ tengjast þessum bústað beint. „Múlinn“ neðan við og „Leiðin löng“ uppeftir.

 

Tekið á móti gestum á flugvellinum í Glasgow á hádegi fyrsta dags, síðan ekið til Troon sem tekur u.þ.b. 1 tíma. Áætluð koma til Troon er um kl. 14:00 og þá strax siglt áleiðis til Lochranza á Arran. Komið þangað að kvöldi og lagst við akkeri. Að morgni dags 2 verður Arran eimingarhúsið  skoðað, en seinnipart dagsins verður siglt yfir til Campbeltown. Þar eru þrjú eimingarhús; Springbank, Glen Scotia og Glengyle, og að morgni dags 3 verða þau heimsótt. Síðar sama dag verður siglt til Kilmory, syðst  á eyjunni Arran. Þar er Lagg eimingarhúsið, sem verður skoðað að morgni næsta dags. Þá verður verður loks siglt til Troon, sem tekur ca. 5 tíma. Að morgni dags 5   verður síðan ekið til Glasgow.

Dagur 1 Glasgow Airport – Troon (mainland) – Lochranza (Arran)

Dagur 2 Arran – Campbeltown

Dagur 3 Springbank – Glen Scotia – Glengyle – Kilmory (Arran)

Dagur 4 Lagg – Troon (mainland)

Dagur 5 Troon (mainland) – Glasgow Airport

1 skoðunarferð í eimingarhús og 8 heimsóknir

 

VISKÍ-VERA – 4 5 daga ferð – 4 nætur.

Siglt til eyjarinnar Mull, síðan staðanna Drimnin og Glenbeg.

Í þessari ferð heimsækjum við Oban eimingarhúsið, skoðum Tobermory á eynni Mull, heimsækjum síðan Nc´nean og Ardnamurchan, sem bæði eru á meginlandinu, en erfitt og seinlegt að komast alla leið þangað nema sjóleiðina. Mjög mikil náttúrufegurð, sérstök ferð!

Tekið á móti gestum á flugvellinum í Glasgow á hádegi fyrsta dags, síðan ekið til Oban og tekur það u.þ.b. 2,5 tíma. Áætluð koma til Oban er kl 15:00 og þá verður Oban eimingarhúsið heimsótt. Eftir það verður siglt áleiðis til Tobermory á eyjunni Mull og komið þangað að kveldi. Að morgni dags 2 verður Tobermory eimingarhúsið skoðað, en seinnipart dagsins verður siglt til Drimnin og lagst við akkeri. Að morgni dags 3 verður Nc‘nean eimingarhúsið heimsótt og að því loknu verður siglt til Glenbeg. Að morgni fjórða dags verður Ardnamurchan eimingarhúsið heimsótt. Eftir það verður siglt til Oban og tekur siglingin ca. 5 tíma. Að morgni dags 5 verður ekið aftur til Glasgow.

Dagur 1:     Glasgow Airport – Oban (mainland) – Tobermory (Mull) 

Dagur 2:     Tobermory – VERA – Drimnin

Dagur 3:     Nc´nean – Glenbeg (mainland)

Dagur 4:     Ardnamurchan (mainland) – Oban (mainland)  

Dagur 5:     Oban – Glasgow Airport

Ein skoðunarferð í eimingarhús og 3 heimsóknir

 

Innifalið

  • Ferðir til og frá flugvellinum í Glasgow
  • Gisting um borð í tveggja manna klefum (kojur), uppbúin rúm. Allir klefar hafa sér snyrtingu.
  • Fullt fæði umborð í Veru
  • Skoðunarferðir í eimingarhús samkvæmt ferðalýsingu hér að ofan (ein til þrjár skoðunarferðir)

Ekki innifalið

  • Flug til og frá Glasgow
  • Áfengir drykkir (eru í boði um borð í Veru gegn gjaldi).